QR Code Business Card

Fyrir 30822 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Það leynist margt í geymslunni


February 19, 2014

gamli spegillinnNú á dögunum ákváðum við hjá Bæjarins beztu að taka til í geymslunni hjá okkur og kennir þar ýmissa grasa eftir tæplega 80 ár í pylsu-bransanum. Meðal þess sem fannst var sannkallað krúnudjásn af upprunalega vagninum eins og hann var árið 1937. Sennilega er þetta það eina sem lifir eftir vagninn og ekki amalegt að hafa rambað á þetta. Eina sem skemmdi þá upplifun var gamalt veggjakrot sem búið er að skrapa á miðjan spegilrammann. En það er kannski bara partur af heimssögunni.

 

 

Á myndinni má sjá Jón Sveinsson ásamt fleirum á góðum degi í pylsuvagninum en þarna er vagninn staðsettur á Lækjartorgi.