QR Code Business Card

Fyrir 30821 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Lengi verið rifist um pylsa eða pulsa


February 4, 2014

vagninn 1965Það leikur engin vafi á því að lengi hafa menn þrætt um hvort ætti að segja, pylsa eða pulsa. Það er ekki ætlunin að blanda sér í þá baráttu, þó sumir myndi ef til vill benda á nafn fyrirtækisins sem skrifað er fyrir heitir, Bæjarins Beztu Pylsur.

Um þetta hefur allavegana verið deilt lengi og t.d. verið minnst á í gömlum blaðagreinum og hér kemur smá brot úr einni grein.

“Eitt mætti enn nefna í sambandi við þessa vinsælu matvöru, og rétt að gera það, vegna þess, að svo mikið er nú rætt og ritað um íslenzkt mál og daglegt mál. Mjög stór hluti þess fólks, sem borðar pylsur, segir i.pulsur,” en ekki „pylsur.” Er þetta að sjálfsögðu framburðarskekkja, þar sem orðið er skrifað með „y” en ekki með „u”. —

Væri æskilegt, að hlutaðeigandi aðilar’ reyndu að lagfæra þessa stafavillu í framburði sínum.”

Alþýðublaðið 31 október 1965 Blaðamaður óþekktur.

 

Eina sem ég get sagt að hvort sem þú kæri lesandi segir pylsa eða pulsa komum við til með að afgreiða þig sama hvað.

Kveðja Bæjarins Beztu p?lsur  😉