QR Code Business Card

Fyrir 30821 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Kveðjum Vestmannaeyinga með pylsuveislu á morgun


August 6, 2013

photo3 copyÍ upphaf sumars 2011 hófum við rekstur á ferðavagni Bæjarnis Beztu. Hugsunin á bak við ferðavagninn er að svara aukinni eftirspurn og bjóða upp á beztu pylsur landsins á fleiri stöðum en bara á höfuðborgarsvæðinu. Höfum við bæði nýtt vagninn til auka þjónustuna á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að ferðast um landið. Stefna fyrirtækisins er að hafa sama gæðastimpil á öllum sölustöðum og er ferðavagninn þar enginn undantekning.

Bæjarins Beztu hefur verið á hátíðum viðsvegar um landið í sumar og fengið frábærar viðtökur eins og vagninn fékk frá viðskiptavinum okkar í Vestmannaeyjum. Þar af leiðandi viljum við kveðja Eyjarskeggja með sama hætti og við heilsuðum, með því að bjóða uppá fríar pylsur milli 12:00 og 13:00 miðvikudaginn 7. Ágúst í ferðavagninum okkar Vigtartorgi Vestmannaeyjum. Bæjarins Beztu þakkar fyrir sig og hlakkar til að koma aftur að ári.

Með bestu kveðju

Bæjarins Beztu