QR Code Business Card

Fyrir 30822 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Ævintýrabókmenntir og pylsur…


April 22, 2013

End of all  worldsOkkur var að berast til eyrna að fyrir ári síðan hefði komið út ævintýrabók sem heitir End of all worlds  (myndi þýðast hjá Rúv Ragnarrök eða eitthvað álíka)  eftir breskan höfund af nafninu Thomas Sheperd. Þetta væri ekki frásögu færandi nema hvað að í bókinni sem gerist á Íslandi spilar Bæjarins Beztu smá rullu í sögunni. Án þess að geta farið út í smáatriði í þeirri atburðarrás þá tekur höfundar sér það bessaleyfi að færa staðinn frá Reykjavík til Akureyrar og notar höfundur staðinn til að kalla fram endurminningar aðalsöguhetjunar frá liðnum atburðum í bókinni.

Sagan fjallar um konu sem heitir Eleanor sem er bókmenntafræðingur með ástríðu fyrir goðafræði. Hún er á ferðalagi með hópi fólks á hálendi Íslands þar sem hún verður viðskilja við hópinn og týnist, 9 dögum síðar kemst hún aftur til siðmenningar með sögur af huldufólki.

 

Án þess að  Bæjarins beztu ætli að fara að breytast í einhverja bókaútgáfu eða fara að birta bókagagnrýni mælum við með að sem flestir kíki á þessa bók sem fæst á Amazon bæði í rafrænu og kilju formi.

Hægt er að versla bókina hérna

Einnig er hægt að lesa meira um hana á síðu höfundar hérna

Myndinn hér að ofan er fengin úr bókinni