QR Code Business Card

Fyrir 30821 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Bæjarins besztu pylsur semja við Vífilfell


January 26, 2015

Vifilfell_BBP_1Á dögunum skrifaði Bæjarins Beztu undir samning við Vífilfell um sölu á drykkjavöru fyrirtækisins til ársins 2020. Af því tilefni lögðu þau Guðrún Kristmundsdóttir forstjóri Bæjarins Beztu og Árni Stefánsson forstjóri Vífilfells leið sína í Kringluna og fengu sér pylsu á nýja staðnum okkar á Stjörnutorgi.

Tekið úr frétt frá Vífilfelli

 

 

Vinsælasti pylsuvagn landsins, Bæjarins bestu pylsur, hefur samið við Vífilfell um sölu drykkjarfanga frá fyrirtækjum til ársins 2020. Coca-Cola og annað gos frá Vífilfell hefur verið selt á Bæjarins beztu frá upphafi og var vilji til af beggja hálfu að halda samstarfinu áfram. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og fengu forsvarsmenn fyrirtækjanna sér eina með öllu og Coke á Bæjarins beztu af því tilefni.

Bæjarins beztu pylsur er eitt elsta fyrirtækið í miðborg Reykjavíkur og fagnar 78 ára afmæli í ár. Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því það hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa fjórir ættliðir pylsusala starfað þar.

Íslendingar áfram sólgnir í eina með öllu – Bæjarins beztu pylsur hyggjast fjölga pylsuvögnum

Bæjarins beztu pylsur hafa fært út kvíarnar undanfarin ár og eru fleiri staðir á teikniborðinu. Nú er hægt að gæða sér á pylsunum þeirra á fimm stöðum viðsvegar um borgina, auk þess sem sérstakur ferðavagn mætir á ýmsa viðburði.

Nýjasti staðurinn var opnaður á Stjörnutörgi í Kringlunni í desember en mesta veltan er hins vegar við Tryggvagötuna og eru langar raðir ekki óalgeng sjón við pylsuvagninn þar. Það er því um að ræða umtalsvert magn af gosi sem selt verður út um lúgu Bæjarins beztu á næstu 5 árum og samningurinn tekur til.

“Við höfum alla tíð verið afar ánægð með samstarfið við Bæjarins beztu pylsur og því erum við í Vífilfell afar stolt af því að fá að þjónusta fjölskyldufyrirtækið áfram. Þetta er mikilvægur samningur en flestir velja að drekka gos þegar þeir fá sér pylsur og í hugum margra er pylsa og Coke hinn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga” segir Árni Stefánsson forstjóri eftir að hafa fengið sér eina með öllu og Coke ásamt Guðrúnu Kristmundsdóttir, öðrum eiganda Bæjarins beztu pylsna á nýja staðnum á Stjörnutorgi eftir að samningurinn var undirritaður.