QR Code Business Card

Fyrir 30821 dögum síðan framreiddi Bæjarins Beztu sína fyrstu pylsu

Bæjarins Beztu opnar á Stjörnutorgi


December 4, 2014

gk í kringluÞað er mikill gleðidagur í dag, kl 10:00 í morgun opnaði Bæjarins Beztu á Stjörnutorgi í Kringlunni. Þetta verkefni er búið að vera lengi í undirbúning og sveittir smiðir hafa verið að verki síðasta mánuðinn. Auðvitað var það síðan engin önnur en Maja sem opnaði staðinn með pompi og prakt.

Við viljum nýta tækifærið og þakka öllu því frábæra fólki sem komið hefur að framkvæmdinni og unnið ótrúlega gott verk.

Á myndinni sést Guðrún Kristmundsdóttir annar eigenda Bæjarins Beztu gera fyrstu Bæjarins Beztu pylsuna í Kringlunni. Sá sem skrifar getur vottað að pylsan var ótrúlega góð, jafnvel bezt.